Rafræn vandamál.

Ég varð fyrir þeirri frekar leiðinlegu reynslu að harði diskurinn á fartölvunni minni gaf sig. Þar með tapaði ég þó nokkuð af gögnum og enn og aftur lærir maður að maður á að taka afrit reglulega, ekki bara um jólin :( . En ég gat reddað mér nýjum diski hjá www.bob.dk. Mjög lýsandi nafn fyrir tölvuverslun... fékk diskinn á 500 kr. danskar sem held ég að sé bara nokkuð gott verð. Verslunin var einstaklega "minimal" innréttuð og ég er viss um að Vala Matt gæti sagt eitt og annað þar. Eiginlega fannst mér ég vera kominn í flugeldasölu björgunarsveitanna. En hvað um það útlitið er ekki allt og ég fékk fína þjónustu og ég held að maður muni kíkja þarna aftur.

Hér er allt á kafi í snjó og krakkarnir eru í skýjunum að renna sér í brekku hérna rétt við húsið. Já það er hægt að renna sér á sleða í Danmörku. Meira að segja þó nokkrar brekkur hérna. Við fórum í smá göngutúr í gær og renndum okkur á sleðum með börnunum. Matthías fékk lánaðan sleða hjá einum nágrannanum og naut sín til fulls. Hann renndi sér einn niður brekkuna og neitaði að koma inn þegar "fullorðna" fólkið var búið að fá nóg.

jæja sjáumst síðar. Í hönd fara viðgerðar og uppsettningartímar.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur